top of page

Orðalæsi

Orðalæsi er rafrænn pakki, hugsaður fyrir talmeinafræðinga, kennara, sérkennara, þroskaþjálfa og foreldra í vinnu með börnum með málþroskavanda ásamt börnum sem læra íslensku sem annað mál.

Höfundar Orðalæsis eru talmeinafræðingarnir Anna Berglind Svansdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir. Verkefnin voru upphaflega gerð til eigin nota í talþjálfun með skjólstæðingum, þar sem mikil vöntun er á efni fyrir miðstig í grunnskóla og upp í framhaldsskóla. Þegar verkefnunum fjölgaði sáu höfundar að mögulega væri grundvöllur til að bjóða þau til sölu. 

 

Orðalæsi er yfirgripsmikill verkefnabanki, hugsaður fyrir nemendur í grunn- og framhaldsskóla. Um er að ræða 30 fjölbreytt verkefni ásamt 30 heimaverkefnum. Sjá betur í myndbandi.

 

Markmið verkefnanna er að styðja við málþroska og læsi íslenskra barna og ungmenna sem eiga við vandamál að etja á því sviði. Hvert verkefni er u.þ.b. 40-80 mínútna langt. Það er þó mjög einstaklingsbundið hvernig fólk nýtir verkefnin og hversu djúpt fólk vill kafa í þau. 

 

Verkefnin eru mismunandi en öll eiga þau það sameiginlegt að heiti og upphaf verkefnanna vísar í lesskilningsverkefni úr Litabókunum á Skólavefnum. Þau eru útvíkkuð meðal annars með því að rýna í erfið orð og hugtök í textanum. Það er því kostur að vera með aðgang að Litabókunum af Skólavefnum en vel hægt að nýta verkefnið án þeirra. 

 

Stærsti hluti verkefnisins inniheldur ýmis atriði sem efla málþroska og læsi, svo sem; frásagnarhæfni, sögugerð, orðaforða, orðaröð, setningagerðir, málfræði, orðtök, málshætti, ljóð, orðflokka, spurningar og ýmislegt fleira.

 

Orðalæsi kostar 15.000,-. Kaupandi fær aðgang inn á google drive möppu Orðalæsis og getur notað verkefnin þar. Heimaverkefnin er hægt að prenta út eða senda í tölvupósti. Ekki er leyfilegt að deila verkefnapakkanum með öðrum! 

 

 

 

Verkefnið er styrkt af Málefli, hagsmunasamtökum í þágu barna og unglinga með tal- og málþroskaröskun (www.malefli.is).

 

Á Instagram reikningnum ordaorda24 verður hægt að skoða ýmislegt tengt efninu og fleiri hugmyndir um málþroska og málörvun barna og ungmenna.

​Umsagnir

bottom of page